Mannlegi þátturinn

Hamfaramálnotkun, rauðir úlfar og sólfarsvindar

Norræn ráðstefna verður haldin hér á landi á fimmtudag og föstudag um skýra framsetningu á máli og málnotkun þegar steðjar að. Á ráðstefnunni verður undirstrikað mikilvægi þess framsetning og málnotkun skýr og auðskiljanleg þegar stjórnvöld, stofnanir, samtök eða fyrirtæki þurfa koma á framfæri brýnum upplýsingum sem varða almenning. Einkum verður horft til samskipta og upplýsingagjafar til samfélagsins þegar hætta á borð við náttúruhamfarir, stríð, hryðjuverk eða heimsfaraldur steðjar að. Fyrirlesarar eru alls staðar af Norðurlöndunum og ráðstefnan verður í beinu streymi á www.ruv.is. Við fengum þau Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, og Ara Pál Kristinsson, rannsóknaprófessor hjá Árnastofnun, í þáttinn til segja okkur betur frá því sem þar fer fram.

Lupus, eða rauðir úlfar, er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkaman. Hann veldur því ónæmiskerfið, sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Lupus er algengastur meðal kvenna, en um 90% þeirra sem lupus eru konur. Algengast er sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi en hins vegar er gríðarlega mikilvægt sjúkdómurinn greindur snemma. Því fyrr sem lupus greinist því minni skaða veldur hann. Á morgun verður árlegur alþjóðlegur dagur lupus haldinn í tuttugasta sinn og í ár er áherslan á auka þekkingu og meðvitund á lupus. Hrönn Stefánsdóttir er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og kom í þáttinn í dag og sagði meðal annars frá sinni reynslu af lupus.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í dag í vikulega veðurspjallið. Í dag fræddi hún okkur meðal annars um sólfarsvinda, hafgolu og landgolu.

TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarssonar)

Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Ei Rohusuke og Nakamura Hachidai)

Vor við sæinn / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

9. maí 2023

Aðgengilegt til

9. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,