Mannlegi þátturinn

Magnavita, bleiki þríhyrningurinn og fellibylir

Magnavita er nýtt nám fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Um 80 þúsund eru 60 ára eða eldri á Íslandi í dag og mun hópur nálgast 100 þúsund eftir 10 ár. Eftir föstu starfi lýkur reynist mörgum erfitt með fóta sig. Námið samanstendur af 10 fjölbreyttum námskeiðum sem snúa líkamlegu, andlegu, fjárhagslegu og félagslegu heilbrigði. Benedikt Olgeirsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landspítalans og einn stofnenda Magnavita námsins, kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu nýja námi.

Á morgun er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks og á Árbæjarsafni býðst fólki hlýða á erindi Guðjóns Ragnars Jónassonar Mennirnir með bleika þríhyrninginn, en samnefnd bók segir sögu ungs, samkynhneigðs manns, Josef Kohout, í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í þriðja ríki Hitlers. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði Josef kjarki til sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972. Guðjón Ragnar kom í þáttinn í dag, en hann þýddi þessa bók og í erindi sínu talar hann um tilurð hennar og hvernig nýta megi hana í kennslu, en hann er rithöfundur og íslenskukennari í MR.

Elín Björk Jónasdóttir kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið í dag. Það hefur verið svalt á landinu og hefur jafnvel snjóað, amk. meira en við viljum á þessum árstíma. Hún fræddi okkur líka um gríðarlega sterkan fellibyl sem gekk á land í Bangladesh og Mijanmar í gær.

TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

Is it true / Jóhanna Guðrún (Óskar Páll Sveinsson, Cristhofer Neil, Tinatin Japarizde)

Is it true / Eagles (Randy Meisner)

It?s true / B.Sig (Bjarki Sigurðsson)

True love in a way / Lena Anderson (Lena Anderson og Niclas Johannesen)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

16. maí 2023

Aðgengilegt til

16. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,