• 00:07:05Gísli Snær Erlingsson - föstudagsgestur
  • 00:29:54Gísli Snær - seinni hluti

Mannlegi þátturinn

Föstudagsgesturinn Gísli Snær Erlingsson kvikmyndaleikstjóri

Föstudagsgesturinn okkar var kvikmyndagerðarmaðurinn Gísli Snær Erlingsson sem hefur nýlega verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Gísli Snær hefur starfað við leikstjórn um árabil og leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Ikíngut (2000) sem hefur verið seld til 59 landa og Benjamín dúfu (1995). Hann var ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna árið 2016 og lét af störfum þar á síðasta ári. Hann bjó lengi og starfaði í Japan og hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum. Við töluðum við Gísla um lífið og tilveruna, ferilinn,Skaupið 1988 þegar leikurum var sagt sniðganga Skaupið og hvernig hann áttaði sig á því hann hefði farið í kulnun.

STUÐMENN - Út á stoppistöð.

BRUCE SPRINGSTEEN-Born to run

Frumflutt

18. ágúst 2023

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,