Mannlegi þátturinn

Gracelandic, mótorhjólavinkill og Luciano Dutra lesandinn

Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við stíga fram og tala af ótta við segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til vera ástríðufullur talsmaður þess trúa á sjálfa sig og fara óttalaus eftir draumum sínum og til endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag.

Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn málnotkun og mótorhjólum.

Svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Luciano Domingues Dutra. Hann fæddist í Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 2002. Hann hefur þýtt fjölmargar bækur af íslensku og öðrum norðurlandamálum yfir á portúgölsku og var annar tveggja sem hlaut heiðursviðurkenninguna Orðstír, sem Forseti Íslands afhendi honum í apríl, fyrir störf sín við þýðingar á íslenskum bókmenntum.Við fengum vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Luciaon talaði um eftirtaldar bækur og höfunda:

Mörkrets Makter e. Bram Stoker / A-e

Merking e. Fríðu Ísberg

Ef þetta er maður e. Primo Levi

Í fangabúðum nasista og Býr Íslendingur hér e. Leif Muller

og svo talaði hann um Jorge Luis Borges, en í gegnum ljóðin hans kynntist hann Íslendingasögunum sem vöktu fyrst áhuga hans á íslenskunni og íslenskum bókmenntum.

Tónlist í þættinum:

Morgunsól / GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson (Guðrún Ýr Jóhannesdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson og Ármann Örn Friðriksson)

Falling Behind / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer)

Ferðalag / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon, Tómas M. Tómasson og Gunnar B. Jónsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

19. júní 2023

Aðgengilegt til

19. júní 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,