• 00:07:48Elísabet Jökulsdóttir föstudagsgestur
  • 00:39:08Matarspjallið - Elísabet Jökulsdóttir

Mannlegi þátturinn

Elísabet Jökulsdóttir föstudags- og matarspjallsgestur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld og rithöfundur. Hún hefur skrifað ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit. Hún hefur unnið auki margvísleg störf, til dæmis á veitingahúsi, verið ráðskona, háseti, afleysingakennari, blaðakona og fleira. Elísabet var svo auðvitað á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016. Elísabet hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Menningarverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Við ferðuðumst með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar á Seltjarnarnesi og Vesturbænum og fórum svo með henni á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag og Elísabet sagði okkur frá nýju leikrit í Þjóðleikhúsinu upp úr tveimur bókum hennar, Pöddusýningunni sem opnar í bókasafninu í Hveragerði í næstu viku og svo lokum Elísabetarstíg.

Elísabet sat áfram með okkur í matarspjallinu og talaði um uppáhaldsmatinn sinn og hvað henni þykir skemmtilegast elda og hvort henni þyki skemmtilegt yfir höfuð elda, sem hún vildi ekki segja okkur fyrirfram, heldur fengum við vita það í beinni útsendingu.

Tónlist í þættinum:

It?s raining again / Supertramp (Rick Davies & Roger Hodgson)

Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange og Björn Bragi Magnússon)

Can?t take my Eyes Off You / Barry Manilow (Bob Crewe & Bob Gaudio)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

30. júní 2023

Aðgengilegt til

30. júní 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,