Mannlegi þátturinn

ADHD í samböndum, Beothuk vinkill og Ragnhildur lesandinn

Á fræðslufundi ADHD samtakanna í síðustu viku var yfirskriftin ADHD og náin sambönd og var athyglinni beint pörum þar sem annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki. Á fundinum töluðu Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og eiginmaður hennar Arnór Heiðarsson aðstoðarskólastjóri. Þau deildu reynslu sinni af ADHD í þeirra sambandi, hverjar helstu áskoranirnar, í samskiptum og verkaskiptingu heimilisins, eru og hvernig hægt er takast á við þær áskoranir. Þau hjónin komu í þáttinn í dag.

Svo fengum við vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn bar Guðjón vinkilinn örlögum Beothuk þjóðarinnar í Austur- Kanada.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi og fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Veru. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ragnhildur sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:

Pensilskrift e. Gyrði Elíasson

Ósýnilegar konur e. Caroline Criado Perez

Hamingjugildran e. Hugrún Sigurjónsdóttir

Heimurinn eins og hann er e. Stefán Jón Hafstein

Portrait of a Marriage, Hamnet og The Vanishing Act of Esme Lennox e. Maggie O'Farel

Tónlist í þættinum í dag:

Tempó prímó / Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir)

Undir dalanna sól / Karlakórinn heimir (Björgvin Þ. Valdimarsson og Hallgrímur Jónsson)

Sommerkjoledyr / Kari Bremnes (Kari Bremnes)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

15. maí 2023

Aðgengilegt til

15. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,