Mannlegi þátturinn

Villi og Vigdís föstudagsgestir og paellur með Sössu

Föstudagsgestirnir okkar þessu sinni eiga margt sameiginlegt, þau eru bæði í skemmtanabransanum, koma fram saman, til dæmis í uppistandi, og þau eru bæði Eurovision áhugafólk, Vigdís Hafliðadóttir, uppistandari, söngkona í hljómsveitinni Flott og handritshöfundur og Vilhelm Neto, leikari og uppistandari. Þau eru einnig saman með þáttinn Villi og Vigdís ferðast um heiminn sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símanum. Við spjölluðum við þau i dag meðal annars um Eurovision keppnina, mögleikann á því þau taki þátt í henni og væntanlega grínplötu frá Villa.

Það var óvenjulegt matarspjall í dag. Í fjarveru okkar konu, Sigurlaugar Margrétar, sem dvelur á Spáni um þessar mundir við rannsóknarstörf, þá var samt spænsk stemmning svífandi yfir vötnum í matarspjallinu. Sassa Eyþórsdóttir kom til okkar og fræddi okkur um paellur, spænska hrísgrjónaréttinn sem rekur sögu sína til Valencia. Það þarf ýmsu huga þegar góð paella er löguð.

Tónlist í þættinum í dag:

Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby, Jake Etheridge)

Siren / Malcolm Linhcon (Robin Juhkental)

Det star et billede av dig pa mit bord / Rollo og King(Sören Poppe,Thomas Brekling og Stefan Nielsen)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. maí 2023

Aðgengilegt til

12. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,