Mannlegi þátturinn

Freyr Eyjólfs föstudagsgestur og matarspjall um afganga

Freyr Eyjólfsson er maður margra hatta eins og sagt er. Hann er auðvitað fyrrverandi útvarpsmaður en einnig skemmtikraftur, tónlistarmaður og síðari ár kallar hann sig Hringrásarsérfræðing, þ.e.a.s. hann er verkefnastjóri í hringrásarhagkerfi Sorpu. Freyr er tiltölulega nýfluttur aftur heim, hann bjó í Frakklandi og Bandaríkjunum og hann hafði frá mörgu segja. Við forvitnuðumst um líf og störf Freys í þættinum enda var hann föstudagsgestur þáttarins þessa vikuna. Auk þess sagði Freyr okkur frá nýjum sjónvarpsþáttum í þáttaröðinni Missir þar sem umfjöllunarefnið er dauðinn, sem óumflýjanlega verða líka hugleiðingar um lífið og hvað skiptir mestu máli.

Í matarspjallinu fengum við svo föstudagsgestinn Frey til sitja áfram. Hann ræddi meðal annars um elda úr afgöngum og hvernig lostæti er hægt galdra fram úr afgöngum, auk þess sem hann fræddi okkur um franskan mat og uppáhaldsmatinn sinn.

Tónlist í þættinum í dag:

Flugvélar / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Elmar Hrafn / Geirfuglarnir (Halldór Gylfason)

Lyngbrekkan / Freyjólfur (Freyr Eyjólfsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. maí 2023

Aðgengilegt til

19. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,