Mannlegi þátturinn

Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum.

Flestir vita Erasmus+ styrkir evrópska nema til fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir nýta sér þess styrki. Færri vita getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það Erasmus+ farið til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá skólanum og þessu nýja kosti frá Erasmus áætluninni.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Krýning Karls þriðja bretakonungs var til umfjöllunar í póstkorti dagsins, en Magnús finnur til tengingar við konung vegna þess þeir eiga sama afmælisdag. Í seinni hluta póstkortsins sagði hann frá því þegar Englendingar rændu Vestmannaeyjar árið 1614, en er talið tengingar séu milli þess atburðar og svo Tyrkjaránsins þrettán árum síðar, 1627.

TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) -

Desperado / Eagles (Glen Frey & Don Henley)

Ég mun aldrei gleyma þér / Brimkló (Robbins og Jón Sigurðsson)

Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

10. maí 2023

Aðgengilegt til

10. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,