Mannlegi þátturinn

Gervigreind og neytendur, Kvæðamannafélög og Berlín

Sprenging hefur orðið í framboði á þjónustu sem byggir á svokallaðri skapandi gervigreind. Skapandi gervigreind vekur til dæmis upp alvarlegar spurningar um réttindi og öryggi neytenda og samtök neytenda í Evrópu og Bandaríkjunum krefjast þess réttur neytenda verði í forgrunni við hönnun og þróun hennar. En hvað er skapandi gervigreind? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom í þáttinn í dag og útskýrði það fyrir okkur og fræddi okkur um það sem neytendasamtökin eru benda á.

Kvæðamannafélög eru starfrækt víða um land. Eitt þeirra er Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri, en formaður þess félags er listakonan Sesselía Ólafsdóttir. Sesselía er jafnframt bæjarlistamaður Akureyrar í ár. Við fengum Sesselíu til okkar í Mannlega þáttinn í dag og forvitnuðumst um kvæðahefðina, lífið og listina.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús er nýkominn heim frá Berlín, en hann hefur hrifist af borginni og segir meðal annars frá frábærum samgöngum, áfengis og kannabisneyslu á almannafæri og sautjánda júní strætinu sem er ein helsta breiðgata borgarinnar. Pútín kemur líka við sögu, en Þjóðverjar vita sennilega meira um hann en flestir þar sem hann starfaði sem njósnari í Dresden á vegum KGB fyrir fall Sovétríkjanna. Í lokin segir af ömurlegu gengi karlalandsliðs Þjóðverja í fótbolta en liðið tapar hverjum leiknum á fætur öðrum.

Tónlist í þættinum:

Nútíminn / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)

Frækorn og flugur / Dúmbó og Steini (H. Newman og Ellert Borgar Þorvaldsson)

Ó mín flaskan fríð / Ylja (Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir. þjóðlag)

Í útilegu / Þú og ég (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Frumflutt

21. júní 2023

Aðgengilegt til

20. júní 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,