Mannlegi þátturinn

Hvítar lygar, gönguhátíð í Reykjavík og lestarferðalag fyrir 60+

Hvítar lygar nefnist glæný fjögurra þátta sjónvarpssería sem fjallar um sambönd fimm ungmenna á menntaskólaaldri, vináttu þeirra og áskoranir. Þar er tekist á við stórar spurningar um lífið og tilveruna, eins og: Hvað erum við tilbúin gera fyrir þau sem við þekkjum og þykir vænt um? Hvenær segjum við þeim sannleikann þótt hann erfiður og hvenær beygum við sannleikann til hlífa þeim? Til segja okkur betur frá þáttunum og tilurð þeirra fengum við til okkar Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, leikstjóra og handritshöfund verksins, og Ágúst Örn Wigum Börgesson, einn leikaranna.

Gönguhátíð í Reykjavík fer fram í þriðja sinn og hófst í gær og stendur til 3.júní. ( Í dag er í boði skemmtileg innanbæjarganga um Laugardal, upp á Laugarás og niður sjó þar sem gengið verður meðfram sjávarsíðunni Laugarnesi og svo upp með Kringlumýrarbrautinni og aftur á upphafsstaðinn.) Einar Skúlason kom til okkar á eftir og sagði okkur frá en næstu daga verður boðið uppá margar áhugaverðar göngur fyrir alla.

Við töluðum við Björgu Árnadóttur sem er hefja heilmikið ferðalag og ætlar vera á bakpokaferðalagi næstu þrjá mánuði, interrail 60+ . Þetta ferðalag hefur verið draumur hjá Björgu síðan árið 1973 og hana langar hvetja Íslendinga til ferðast með lestum um Evrópu og eldri konur til flakka einar á milli farfuglaheimila. Hún ætlar blogga um ferðalagið meðan á því stendur.

Tónlist í þættinum í dag:

Öll þessi ást/Snorri Helgason og Of monsters and man(Snorri Helga og Bragi Valdimar Skúlason)

Lapis Lazuli/Helgi Björns(Guðmundur Óskar Guðmunds-Helgi Björnsson, texti Helgi Björnsson)

The fool on the hill/ Berliner Philharmoniker. Zwölf Cellisten

Frumflutt

31. maí 2023

Aðgengilegt til

31. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,