Mannlegi þátturinn

Listmeðferðarfræði, Vatnajökulsvinkill og Pedro Gunnlaugur lesandinn

Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær níu vikum seinna mundu börnin jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag.

Eins og flesta mánudaga fengum við svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í þetta sinn lagði Guðjón vinkilinn sjálfum Vatnajökli.

Svo er það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Pedro Gunnlaugur Garcia rithöfundur. Hann skaust fram á sjónvarsviðið með fyrstu bók sinni Málleysingjarnir árið 2019 og hlaut svo íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sína aðra bók, Lungu, sem kom út í fyrra. Við fengum vita hvað hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Pedro Gunnlaugur nefndi eftirfarandi bækur:

Jerúsalem e. Goncalo M. Tavares

Læknir verður til e. Henrik Geir Garcia

Sápufuglinn e. Maríu Elísabetu Bragadóttur

Obbuló í Kósímó - Snyrtistofan e. Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson

Hamskiptin e. Franz Kafka

The Sound and the Fury e. William Faulkner

Tónlist í þættinum í dag:

Guð og ég / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Kormákur Bragason)

Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarsson og Ólafur Haukur Símonarson)

The list / Gordon Lightfood (Gordon Lightfood)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

22. maí 2023

Aðgengilegt til

22. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,