Mannlegi þátturinn

Klassíkin okkar, hamingjuvinkill og Steinunn lesandinn

Viðburðurinn Klassíkin okkar er löngu orðin föstum punkti í tónlistarlífi landsmanna en þá sýnir Sjónvarpið beint frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem þjóðin fær hlutast til um efnisskrána og öllu er tjaldað til. þessu sinni verður vinsæl tónlist úr kvikmyndum í aðalhlutverki, allt frá Wolfgang Amadeusi Mozart og Ludwig van Beethoven til John Williams, Jóhanns Jóhannssonar og Hildar Guðnadóttur auk ógleymanlegra laga úr íslenskum kvikmyndum. Þau Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson komu í þáttinn í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í vinkli dagsins leitar Guðjón hamingjunnar eins og stór hluti þjóðarinnar, hann leitar bæði hjá sjálfum sér og öðrum en þið verðið hlusta á pistilinn til komast því hvort hann varð einhvers vísari.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Steinunn Rögnvaldsdóttir félags- og kynjafræðingur sem vinnur við mannauðsmál hjá Reykjavíkurborg. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Steinunn talaði um eftirfarandi bækkur:

Stone Blind e. Natalie Haynes

The Patriarchs e. Angela Saini

Brennunjálssögu

Jólagestir hjá Pétri e. Sven Nordqvist

Tónlist í þætti dagsins:

Slá í gegn / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson)

Love Theme / Cinema Paradiso (Ennio Moricone)

Hamingjan er hér / Jónas Sig (Jónas Sig)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

21. ágúst 2023

Aðgengilegt til

21. ágúst 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,