Mannlegi þátturinn

Geðheilbrigði, Þá breyttist allt og Listasumar á Akureyri

Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu, Þörf fyrir samfélags breytingar: nýjar leiðir til hugsa um geðheilbrigðismál, undirstrikaði mikilvægi þess stokka upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu halda, svokallaðir jafningastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningastarfsmenn og þegar hafa 31 einstaklingar útskrifast. Við fræddumst meira um þetta hjá þeim Elínu Ebbu Ásmundsdóttur varaformaður Geðhjálpar og Jóni Ara Arasyni sem hefur nýlokið við námskeið.

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65 þúsund á rúmlega 20 árum. Hvaða fólk er þetta sem kýs koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli landa? Þær Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir ræða við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja Íslendinga, í nýrri bók sem var koma út og heitir Þá breyttist allt . Sumir fluttu til Íslands vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina eða fluttu vegna vinnu. Sögurnar á bak við hvern og einn eru jafn ólíkar og þær eru margar. Eitt eiga þær þó sameiginlegt; þegar þetta fólk flutti til Íslands þá breyttist allt. Þær Margrét og Guðríður komu og sögðu frá bókinni.

Listasumar á Akureyri var sett í gær en þá er boðið upp á fjölbreyttar uppákomur og upplifanir fyrir gesti og bæjarbúa á Akureyri. Það var Egill Andrason sumarlistamaður Akureyrarbæjar sem hleypti hátíðinni af stokkunum með tónleikum á þaki inngangs Listasafnsins á Akureyri. Við fengum Egil til okkar í hljóðstofu á Akureyri og forvitnumst um hvað fleira er fram undan hjá sumarlistamanni Akureyrarbæjar, auk þess sem Almar Alfreðsson verkefnastjóri sagði okkur nánar frá hátíðinni.

Frumflutt

8. júní 2023

Aðgengilegt til

8. júní 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,