Mannlegi þátturinn

Dauðarefsingar,fjarnám í Bifröst og kynferðisbrot gegn drengjum

Amnesty International gaf út skýrslu nýlega um dauðarefsingar í heiminum. Þar er finna sláandi upplýsingar um til dæmis hvar og hvernig dauðarefsingu er beitt í heiminum, hvar aukning er en einnig bent á jákvæða þróun þegar horft er til landa sem láta afnema dauðarefsingu bæði í lögum og framkvæmd. Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International ætlar koma í þáttinn í dag og segja okkur betur frá efni skýrslunnar.

standa yfir skráningar í háskólana og þetta er einmitt tími sem nýstúdentar, og ýmsir aðrir, eru taka ákvarðanir um frekara nám. Einn valkosturinn er fjarnám - stafrænt háskólanám. Háskólinn á Bifröst hefur verið í fararbroddi íslenskra háskóla í fjarnámi og talað er um skóla í skýjunum. Fjarnám svarar þörf nútímans, ekki síst vinnandi fólks og jafnar mjög tækifæri til náms og um fjörtíu prósent nemenda Háskólans á Bifröst koma af landsbyggðinni. Margrét Jónsdóttir rektor skólans heimsótti okkur í dag.

Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík kom til okkar og sagði okkur frá ráðstefnu sem er framundan um kynferðisbrot gegn drengjum. Þar verða haldin fjölbreytt erindi og leitast við svara spurningum á borð við: Af hverju segja drengir síður frá og hvað hjálpar þolendum segja frá kynferðisofbeldi? Svala sagði okkur frá því sem hún ætlar tala um á ráðstefnunni og fór yfir annað það helsta á dagskránni.

Tónlist í þættinum í dag:

What's Love got to do with it / Tina Turner (Terry Britten og Graham Lyle )

Best í heimi / Jóhanna Guðrún og Margrét Lilja Davíðsdóttir (Ashley Monroe, Sara Siskind og Bragi Valdimar Skúlason) Ath upplýsingar

River deep, Mountain high / Tina Turner (Barry, Spector og Ellie Greenwitch)

Frumflutt

25. maí 2023

Aðgengilegt til

25. maí 2024
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,