Á slóðum sjaldgæfs svepps, Netagerðin á Ísafirði og matvendni
Í dag heimsækir Samfélagið Netagerðina á Ísafirði, skapandi rými fyrir arkítekta, klæðskera, blómaskreitingar- og leirlistarfólk og annað sjálfstætt starfandi listafólk á Vestfjörðum. Við skoðum rýmið í fylgd með Heiðrúnu Björk netagerðastjóra og kíkjum í litla verslun sem listafólkið heldur úti.
Og síðan fáum við til okkar tvo sérfræðinga í matvendni barna - þær Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur dorktorsnema og Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Að lokum fáum við pistil frá Esther Jónsdóttur, sem elti uppi sjaldgæfan svepp í Grímsnesi ásamt sveppasérfræðingi.
Frumflutt
13. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.