• 00:02:40Hjálparstarf í Úganda
  • 00:26:22Kók í plasti
  • 00:46:41Málfarsmínúta
  • 00:47:53Skíðamót við Kolviðarhól - úr safni RÚV

Samfélagið

Hjálparstarf í Kampala, umbúðamál hjá Kóka kóla, málfar og gamalt skíðamót

Við heimsækjum Kampala höfuðborg Úganda í þætti dagsins en fyrir skemmstu heimsótti starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar landið til skoða verkefni sem þar eru rekin fyrir framlög frá Hjálparstarfinu og íslenska ríkinu. Hluti verkefnanna í Úganda snýst um valdefla ungmenni sem flykkjast úr sveitum landsins til höfuðborgarinnar í leit betra lífi, en þeim mætir því miður oft misnotkun, eymd og verri aðstæður en þau fóru frá. Með því bjóða upp á þjálfun í ýmsum starfsgreinum er hægt bæta atvinnumöguleika þeirra og lífsskilyrði til muna. Við fræðumst um verkefnið og sögur ungmennanna sem það beinist að. Og það er Þórhildur okkar Ólafsdóttir sem fjallar um þessi mál.

Við kynnumst áherslum Kóka kóla á Íslandi í umbúðamálum og röltum um framleiðslusalinn við Stuðlaháls með Önnu Regínu Björnsdóttur forstjóra. Þær plastflöskur sem eru framleiddar á vegum fyrirtækisins hér eru úr 100% endurunnu plasti - sem er vel umfram kröfur í umbúðaregluverki ESB.

Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar og rifjar upp brot úr safninu.

Tónlist:

BRUCE SPRINGSTEEN - Working on a Dream.

Righteous Brothers - You've lost that lovin' feeling.

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,