• 00:06:42Ingi Agnarsson - köngulóafræðingur
  • 00:32:53Heilsuvaktin - Harpa Katrín - Breytingaskeiðið

Mannlegi þátturinn

Ingi köngulóamaður og Harpa um breytingaskeiðið á Heilsuvaktinni

Ingi Agnarsson kallar sig stundum köngulóamann, en hann er prófessor hjá Líf- og umhverfisvísindadeild við Verkfræði- og náttúruvísindasvið og doktor í þróunarfræði. Ingi sérhæfir sig í köngulóm og hann hefur ferðast á mjög áhugaverða staði í heiminum og uppgötvað fjölda nýrra köngulóategunda, til dæmis á Madagascar. Og ef þú uppgötvar nýja tegund þá máttu gefa henni nafn. Hvernig endar maður fæddur á eyju í Norður-Atlantshafi sem köngulóafræðingur? Við fengum Inga til segja okkur frá því hvernig þetta kom til og hann svaraði óteljandi spurningum sem vöknuðu hjá okkur þegar við komumst yfir hrollinn hugsa um stóran hóp af köngulóm.

Svo var það Heilsuvaktin með Helgu Arnardóttur. Mikið er rætt um hvers kyns áhrif af völdum breytingaskeiðsins en minna er rætt um sálræna kvilla sem gera oft vart við sig á þessum tíma í líf kvenna. Varnir þeirra falla niður og gömul sár eða áföll vilja oft leita upp á yfirborðið. Harpa Katrín Gísladóttir hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í áraraðir, hún segir t.d. kvíða, sjálfsefa, minna sjálfsálit, depurð og jafnvel þunglyndi oft vera fylgifiska breytingaskeiðsins. Hún býður upp á námskeið fyrir litla hópa til gefa konum verkfæri til takast á við þessa þætti. Helga ræddi við Hörpu á heilsuvaktinni í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Kónguló / Hafdís Huld (Hafdís Huld Þrastardóttir)

Pöddulagið / Todmobile (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, texti Andrea Gylfadóttir)

Hámenningin / Halli Reynis (Haraldur Reynisson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,