Mannlegi þátturinn

Hilma Hólm um blóðfitu, Hreyfispjöld og Margrét lesandi vikunnar

Við fjölluðum um blóðfitu, eða kólesteról, í þættinum í dag og til okkar kom hjartalæknirinn Hilma Hólm. blóðfita er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma og þeir eru algengasta dánarorsök Íslendinga. Þessir sjúkdómar gera miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins enda er meðferð oft flókin og kostnaðarsöm. Í þessu samhengi er oft talað um „vonda kólesterólið“ (LDL) og „góða kólesterólið“ (HDL). hluta til er blóðfita arfgeng, því geta tveir einstaklingar sem lifa á nákvæmlega sama mataræði og hreyfa sig jafnmikið haft gjörólíkar blóðfitur. Mikið hefur verið fjallað um mataræði og blóðfitur á undanförnum árum og hvað er rétt og hvað er rangt. Sumir segja blóðfitulækkandi lyf séu ofnotuð á meðan aðrir segja þetta séu lífsnauðsynleg lyf. Hilma fór með okkur yfir þetta í dag.

Út eru komin hreyfispjöld til heilsueflingar. Þetta eru 50 einfaldar og fjölbreyttar styrktar- og liðleikaæfingar sem auka kraft, þol og jafnvægi. Hverri æfingu fylgja myndir og skýrar leiðbeiningar. Æfingarnar eru framkvæmdar án áhalda og þær er hægt gera hvar sem er og henta fólki á öllum aldri. Höfundarnir eru Anna Björg Björnsdóttir og Gerður Jónsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingar og afrekskonur í íþróttum, þær komu í þáttinn í dag.

Og lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor á menningarsviði hjá Árnastofnun. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Fóstur e. Claire Keegan, þýðandi: Helga Soffía Einarsdóttir.

Með minnið á heilanum e. Þórhildi Ólafsdóttur

Jeg vil: en forfatters portræt af Sigrid Undset (1882–1949) e. Idu Jessen

Hamingjudagar heima í Noregi e. Sigrid Undset, þýðing úr ensku á íslensku Brynjólfur Sveinsson

Allt sem við hefðum getað orðið e. Sif Sigmarsdóttur

Tónlist í þættinum í dag:

Meira, meira / Ríó tríó (Gunnar Þórðarson, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Crossroads / Helgi Jónsson & Emilíana Torrini (Emilíana Torrini, Helgi Jónsson og Philipp Steinke)

High Sierra / Linda Ronstadt (L.Harley Allen)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

26. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,