• 00:02:39Ráðstefna um brúagerð
  • 00:30:09Öryggismál og rafskútur
  • 00:49:48Umhverfispistill frá Stefáni Gíslasyni

Samfélagið

Brýr á Íslandi nú og þá, rafskútuöryggi og myrkar hliðar fataiðnaðar

VIð förum á brúarráðstefnu sem var haldin í gær á vegum vegagerðarinnar. Það er næstum 1200 brýr á Íslandi, 229 á hringveginum. Á ráðstefnunni var farið yfir sögu brúa, hvernig fækkun einbreiðra brúa gengur, litið til brúa sem eru í framkvæmd eða á plani og rætt um áskoranir og breytingar. Semsagt, algerlega tilvalið umræðuefni fyrir Samfélagið, sem var auðvitað á staðnum og rak hljóðneman undir nefið á tveimur sérfræðingum sem tóku til máls á ráðstefnunni, Hrein Haraldsson fv vegamálastjóra og Reyni Georgsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni.

Svo forvitnumst við um átak í öryggismálum vegna notkunar á rafskútum. Alvarlegum slysum á slíkum farartækjum hefur fjölgað og ekki allir notendur þeirra sem fylgja reglum. Við tölum við Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóra öryggis og fræðslu hjá Samgöngustofu. Hann segir okkur meðal annars frá átakinu ?Ekki skúta upp á bak,? sem fer af stað í dag.

Stefán Gíslason er svo með umhverfispistilinn í dag. Hann ætlar meðal annars skoða stöðu verkafólks sem vinnur á lúsarlaunum eða engum við búa til föt fyrir okkur vesturlandabúa.

Frumflutt

27. apríl 2023

Aðgengilegt til

27. apríl 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

,