• 00:02:39Meðferð við hvítblæði
  • 00:25:05Meira um sorpflokkun
  • 00:45:25Málfarsmínúta
  • 00:46:38Vísindaspjall: Edda Olgudóttir

Samfélagið

Meðferð við hvítblæði, meira um sorpflokkun, málfar og vísindi

Þær fréttir bárust í vikunni 13 ára stúlka í Bretlandi nafni Alyssa, hefði þegið tilraunameðferð við hvítblæði, sem aðrar meðferðir höfðu ekki náð vinna bug á. Það blasti við frekari meðferðir kæmu litlu eða engu gagni og því var ráðist í byltingarkennda meðferð sem byggir á erfðatækni. Og nú, hálfu ári síðar, greinist sjúkdómurinn ekki. En hvað felst í þessari meðferð og hvað þýðir þetta fyrir læknavísindin og fólk sem glímir við lífshættulega sjúkdóma á borð við hvítblæði? Arnar Pálsson erfðafræðingur fer yfir það með okkur á eftir.

VIð höldum svo áfram með umfjöllun okkar um sorpflokkun, en nýtt og ítarlegra flokkunarkerfi og innheimta verður tekin upp um land allt á næsta ári - í gær heyrðum við hvernig hefur gengið hjá Ísfirðingum og í dag tökum við stöðuna á Borgarbyggð og Norðurlandi eystra - á öllum þessum stöðum hefur lífrænt sorp verið flokkað sér - en höfuðborgarbúar byrja á því um áramótin og geta því eflaust lært eitt og annað af samlöndum sínum. Viðmælendur: Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála í Borgar byggð og Smári Jónas Lúðvíksson verkefnastjóri umhverfismála við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Við fáum málfarsmínútu og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall um nýjar rannsóknir á Huntingsdons sjúkdómnum.

Frumflutt

14. des. 2022

Aðgengilegt til

15. des. 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.