Heimilisverk og lífsánægja, Grænlandsfréttir, COP27 og votlendi
Flest hafa þrætt við maka sinn um hver á að ganga frá þvottinum, ryksuga, kaupa og elda matinn, hver er að vinna of mikið eða gera annað utan heimilisins meðan hitt situr eftir með börn og húsverk. Hvaða áhrif hefur þessi núningur um verkaskiptingu á lífsánægjuna? Tengsl heimilisverka og lífsánægju er einmitt viðfangsefni rannsóknar sem hagfræðidoktorsneminn Anna Guðrún Ragnarsdóttir fer fyrir og við ræðum við hana.
Við símum til Grænlands og tölum þar við Ingu Dóru Guðmundsdóttur í Nuuk. Tölum aðeins um nýafstaðnar kosningar og nýjan alþjóðaflugvöll.
Við tengjum okkur líka við Loftlagsráðstefnuna í Egyptalandi í þættinum og fáum af henni helsti tíðindi.
Svo fáum við umhverfispistilinn eins og alltaf á fimmtudögum, það er plöntuvistfræðingurinn Bryndís Marteinsdóttir sem flytur okkur hann og fjallar um votlendi og endurheimt þess.
Frumflutt
10. nóv. 2022
Aðgengilegt til
11. nóv. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.