• 00:02:39Rusl á hafsbotni
  • 00:18:11Stéttamunur í námsvali
  • 00:39:21Nýtt orgel
  • 00:46:53Málfarsmínúta
  • 00:47:14Vísindaspjall

Samfélagið

Rusl á hafsbotni, stéttamunur í námsvali, nýtt orgel málfar og vísindi

Leiðangrar sem farnir hafa verið á vegum Hafrannsóknastofnunar til mynda hafsbotninn allt frá árinu 2004 hafa leitt í ljós talsvert af rusli á hafsbotninum í kringum landið. Aðallega veiðarfæri sem flest eru úr plastefnum. Petrún Sigurðardóttir líffræðingur hefur rannsakað þetta.

Samhliða framþróun í menntamálum hefur meðal menntunarstig aukist töluvert, semsagt fleiri eru með háskólagráður en áður. Þrátt fyrir það er töluverður munur á menntunarstöðu ólíkra félagshópa og þau sem tilheyra hærri stéttum líklegust til ljúka meiri menntun. VIð ætlum ræða við Öddu Guðrúnu Gylfadóttur félagsfræðing sem rannsakaði stéttamun í námsvali á Íslandi meistararitgerð sinni í Oxford skóla.

Við fræðumst um nýtt orgel í Grafarvogskirkju. Það verður vígt næsta sunnudag en söfnun hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Svona orgel kostar nefnilega skildinginn.

Svo verður málfarsmínútan á sínum stað og Edda Olgudóttir spjallar um vísindi. þessu sinni um hreyfingu og Parkinson sjúkdóminn.

Frumflutt

14. sept. 2022

Aðgengilegt til

15. sept. 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.