Við ætlum að byrja á því að fjalla aðeins um ólígarka, þennan hóp rússneskra auðkýfinga sem hefur verið í umræðunni undanfarið í tengslum við refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Hverjir eru ólígarkarnir? Hvaðan koma þeir og hvað vilja þeir? Erla María Markúsdóttir blaðamaður á Kjarnanum tók saman eitt og annað um það og skrifaði um það grein.
Við ætlum líka að fræðast um ávaxtaflugur, sem eru merkileg kvikindi og hafa nýst sem rannsóknarviðfang líffræðinga og erfðafræðinga sérstaklega í langan tíma. Arnar Pálsson erfðafræðingur kemur til okkar - og gott ef hann tekur ekki með sér nokkrar sprækar ávaxtaflugur.
Við fáum líka eina málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunauti.
Í lok þáttar tökum við okkur far með nýjum deilibíl frá Hopp, sem hefur hingað til leigt fólki rafskútur, en býður núna upp á rafbíla sem hægt er að leigja með appi fyrirtækisins. Förum í bíltúr með Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp.
Frumflutt
21. mars 2022
Aðgengilegt til
22. mars 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.