Mataræði Íslendinga, svefnvenjur ungmenna og fuglar og andleg heilsa
Jóhanna E Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnisstjórar næringar hjá Landlæknisembættinu:
Niðurstöður landskönnunar á mataræði landsmanna 2019?2021 voru birtar í dag. Mataræði landsmanna hefur tekið breytingum frá síðustu landskönnun 2010-2011. Það hefur bæði þokast í átt að ráðleggingum um mataræði og fjær þeim, allt eftir því hvaða fæðuflokkar og næringarefni eru skoðuð. Mikill breytileiki er í mataræði á milli kynja og aldurshópa.
Við ætlum að fá að heyra allt um doktorsverkefni Rúnu Sifjar Stefánsdóttur sem varði doktorsritgerð sína í gær við Háskóla Íslands. Verkefni fjallar um svefnvenjur ungmenna og áhrif á hugræna þætti eins og námsárangur og einbeitingu.
Hafdís Hanna Ægisdóttir kemur til okkar og ætlar að fara yfir nokkrar rannsóknir sem allar koma niður á sama stað - að fuglar, fugla skoðun, það að heyra í fuglum, bætir líðan okkar umtalsvert.
Frumflutt
10. mars 2022
Aðgengilegt til
11. mars 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.