Lokanir á Hellisheiði, kynbætur, málfar og hjólakeppni
Urður Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur: Hellisheiði hefur verið lokað fjórtán sinnum það sem af er ári og í dag í ellefta sinn bara í febrúar. Hvaða áhrif hefur þetta á fólk sem getur ekki unnið heima þann daginn heldur verður að komast til vinnu? Eða frá vinnu? Við heyrum í hjúkrunarfræðingi sem er búsett á Selfossi en þarf einmitt að komast á kvöldvakt á Bráðamóttökunni í Fossvogi í dag.
Þórdís Þórarinsdóttir, sérfræðingur í kynbótum hjá ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins: Kynbætur í dyrum, búgripum, eru fræði sem hefur fleygt fram - bændur sem framleiða afurðir úr skepnum stóla langflestir á kynbætur til að fá sem mest út úr dýrunum. En hvað þýðir það, hvernig er þetta gert, hvaða áhrif hefur þetta á dýrin og hver er nýjasta tæknin sem er verið að nota? Og er hægt að kynbæta út í hið óendanlega?
Málfarsmínúta
Halldóra Björk Norðdhal: Forvitnast um hjólakeppnina Áskorun Vestfjarðarleiðarinnar, eða Westfjords way Challenge, og hjólaleikinn Hjólað á Vestfjörðum. Skólaverkefni sem vatt upp á sig. Í júní er von á um hundrað manns sem ætla sér að hjóla í kringum Vestfirði 960 kílómetra leið á fimm dögum.
Frumflutt
25. feb. 2022
Aðgengilegt til
26. feb. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.