• 00:02:38Lækning við riðu að nálgast?
  • 00:19:01Me too og réttarkerfið
  • 00:38:54Djokovic

Samfélagið

Riða, me too og Djokovic

Verndandi arfgerð gegn riðu hefur fundist í íslensku sauðfé í fyrsta skipti. Það gæti markað upphafið á endalokum þessa skæða sjúkdóms sem hefur leikið íslenskt sauðfé og samfélög bænda grátt í á annað hundrað ár hér á landi. Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

Hverju er hægt breyta í löggæslu- og dómskerfinu til mæta betur þolendum í kynferðisbrotamálum? Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögfræðingur fer fyrir máli níu kvenna sem hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð.

Serbinn Novak Djokovic er einn besti, ef ekki besti, tennisleikari heims um þessar mundir. Hann var rekinn úr landi þegar hann hugðist keppa á opna ástralska tennismótinu, þar sem hann hafði ekki þegið bólusetningu gegn covid 19 eins og reglur gerðu ráð fyrir. Hallgrímur Indriðason fréttamaður fer yfir málið.

Birt

18. jan. 2022

Aðgengilegt til

19. jan. 2023
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.