Samfélagið

Húsmæðraþátturinn, sjálfsát fruma og heilsuvera.is

Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV: gamalt efni úr safni RÚV skoðað, þessu sinni er hlustað um bút úr Húsmæðraþættinum, en þar flutti Anna Gísladóttir húsmæðrakennari og húsmóðir erindi um melónur.

Vísindamaður vikunnar er Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sjálfsát í frumum.

Heilsupistill: Bergljót Baldursdóttir hitti Inga Steinar Ingason, sviðstjóra miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis til ræða um Heilsuveru og framtíð hennar. Metaðsókn var á Heilsuveru vef sem embætti landlæknis og heilsugæslan reka á síðasta ári 2020. Tæplega tvö hundruð þúsund manns notuð vefinn og farið var þrisvar sinnum oftar á síðuna árið 2020 heldur en árið á undan. Lang flestar innskráningar á einum mánuði voru í september þegar hátt í fimm hundruð þúsund manns notuðu hann. Það nýjasta á Heilsuveru eru bólusetningavottorðin sem voru detta þar inn í fyrsta sinn núna fyrir helgi.

Birt

25. jan. 2021

Aðgengilegt til

25. jan. 2022
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttirog Guðmundur Pálsson.