Þórsteinn Ragnarsson forstöðumaður Kirkjugarðanna: Rætt við Þorstein um Covid og kirkjugarða, jólaheimsóknir og umgengni um garðana almennt.
Vilhelmína Jónsdóttir verkefnastjóri Árnastofnun: Vefurinn Lifandi hefðir var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Nú er safnað, i samstarfi við Þjóðminjasafnið, upplýsingum um laufabrauðsgerð sem lifandi hefðar.
Friðrik Páll: Kína er mjög neðarlega á lista samtakanna Fréttamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi. Það er ekki lýðræði í Kína, og kínverskir fjölmiðlar mega ekki víkja frá hinni opinberu pólitísku línu kommúnistaflokksins. - En hvernig skyldu fréttirnar vera? - Francois Bougon, franskur blaðamaður, ákvað að kynna sér aðalkvöldfréttatíma kínverska ríkissjónvarpsins í heila viku.