Samfélagið

Börn skrifa skýrslu til SÞ, álitamál í sögukennslu og dreifing bóluefn

Þorsteinn Helgason, prófessor emiritus: Kennslubækur í sögu hafa oft vakið deilur. Rætt verður um það í Samfélaginu og sagt frá nýútkomnu riti um álitamál og deilur um sögukennslu í 57 löndum um allan heim, þ.á m. á Íslandi.

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Eiður Welding: Skýrsla sem börn frá ungmennaráðum um landa allt unnu um málefni sem á þeim brenna hefur verið kynnt fyrir Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem börn senda eigin skýrslu en í henni er farið yfir stöðu mannréttinda barna á Íslandi og hvernig Íslandi gengur uppfylla barnasáttmálann. Það kennir ýmissa grasa þegar kemur málefnum sem börnin vildu skerpa á - sjónarhorn þeirra er eðli málsins samkvæmt annað, því þau upplifa sjálf og á eigin skinni hvar kreppir - rætt var við Kristbjörgu og Eið, tvö ungmennu æyr ungmennaráði sem komu gerð skýrslunnar.

Friðrik Páll Jónsson með erlendan pistil um dreifingu bóluefnis við Covid 19 veirunni en hætt er við fátæk lönd verði síðust í röðinni.

Birt

29. sept. 2020

Aðgengilegt til

29. sept. 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir, Halla Harðardóttir og Leifur Hauksson.