Samfélagið

Borgríkið Reykjavík, saga þýsks verkafólks á Íslandi og örveruflóran o

Rætt við Magnús Skjöld dósent við háskólann á Bifröst um nýja bók hans, Borgríkið sem fjallar um Reykjavík sem framtíð þjóðar en í bókinni tekst Magnús á við ýmsar spurningar eins og Hverskonar borg er Reykjavík? Hvaða áhrif hefur hún haft á sögu og sjálfsmynd þeirra þjóðar sem byggir þetta land? Hver gæti framtíð hennar orðið?

Eftir seinni heimstyrjöld komu hingað til lands hópar þýsks verkafólks, mestmegnis konur, í leit að atvinnutækifærum og mögulega betra lífi. Þetta fólk kom hingað að frumkvæði Íslendinga í leit að ódýru vinnuafli, enda skortur á fólki sérstaklega í sveitum landsins. Nína Rós Ísberg, skrifaði doktorsritgerð sína í mannfræði um þetta efni við Lundúnaháskóla, og hún ræddi málið í Samfélaginu

Edda Olgudóttir með vísindaspjall og fjallar þar um áhrif örveruflórunnar á þroskun taugakerfisins í músaungum

Birt

28. sept. 2020

Aðgengilegt til

28. sept. 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.

Þættir