Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri: Rætt við hana í leikskóla Seltjarnarness þar sem börn eru mætt í skólann eftir langa fjarveru vegna lokunar.
Örn Pálsson framkv.stj. Landssamb. smábátaeigenda: Grásleppuveiðar voru stöðvaðar með mjög stuttum fyrirvara 2.maí og voru margir ósáttir með hvernig að því var staðið . Einnig er rætt við Örn um strandveiðar sem hefjast í dag og mikilvægi þeirra.
Jóhannes Rúnarsson frmkv.stj. Strætó: Talað við jóhannes í umferðinni við Hlemm um aðlögun Strætós að samkomutakmörkunum og hvort það hilli undir að þær komist í samt lag bráðlega.
Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli er fjallað um rannsókn á því hversu raunhæft það sé að borða bara fæðu úr héraði, sé hún úr jurtaríkinu.