Mannlegi þátturinn

Dórótea og Tinkallinn, fuglatalning og samskiptin í vinnunni

Sagan um Galdrakarlinn í OZ byggir samnefndri bók Frank Baums sem öðlaðist nýtt líf með frægri kvikmynd frá 1939 þar sem Judy Garland fór með hlutverk Dóróteu. Síðan þá hafa óteljandi útgáfur litið dagsins ljós, bæði sviði og hvíta tjaldinu og ekkert lát virðist vera vinsældum söngleiksins. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum borð við Somewhere Over the Rainbow. Sýningin Galdrakarlinn í Oz verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Hlutverk Dóróteu í þetta sinn er í höndum Þóreyjar Birgisdóttur. Þórey kom í þáttinn ásamt Björgvini Franz Gíslasyni, en hann leikur Tinkarlinn.

Um helgina fer fram árleg talning á garðfuglum á vegum Fuglaverndar. Tilgangurinn er safna langtímaupplýsingum til þess m.a. fylgjast með hugsanlegum breytingum í fjölda og tegundasamsetningu. Vala Friðriksdóttir líffræðingur og félagi í Fuglavernd kom til okkar í dag og sagði okkur frá því hvernig þetta fer fram og gaf góð ráð fyrir þau sem vilja taka þátt í talningunni og fyrir þau sem vilja fóðra fugla í sínum görðum.

Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa, í þetta sinn talaði hann um samskipti á vinnustað, en þau geta svo sannarlega verið flókin og ýmislegt sem hafa í huga.

Tónlist í þættinum:

Söknuður / Roof Tops (Oldham & Penn, texti Stefán G. Stefánsson)

Somewhere Over the Rainbow / Judy Garland (Harold Arlen, texti E.Y. Harburg)

Þín innsta þrá / B.G. og Ingibjörg (Granata & Verard, texti Jóhanna G. Erlingsson)

You’ve Lost That Loving Feeling / Righteous Brothers (Barry Mann, Cynthia Weil & Phil Spector)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

22. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,