Mannlegi þátturinn

Perlað fyrir Kraft, Ástvaldur Zen ábóti og glæpahálka í veðurspjallinu

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein stendur fyrir vitundarvakningu sem hefst á sunnudaginn í Hörpu þar sem perluarmböndin með áletrunni „lífið er núna“ eru perluð og seld. Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts, kom í þáttinn en hún þekkir það af eigin raun berjast við krabbamein. Með henni kom Eva Sigrún Guðjónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Krafts, til segja okkur betur frá málefninu.

Laugardaginn 31. janúar tekur Ástvaldur Zenki Traustason formlega við stöðu ábóta Zen á Íslandi. Ástvaldur Zenki hefur verið nemandi Jakusho Kwong-roshi í hart nær 30 ár og tekur við stöðu hans sem ábóti og aðal kennari Zen á Íslandi. Jakusho-roshi er upphafsmaður Zen á Íslandi og kom árlega til Íslands í um 25 ár.

Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Í dag talaði Einar um veðrið og tíðina hér heima, flughálkuna og af hverju hún myndast þó það hiti í lofti. Svo var það veðurspáin framundan, kuldahvirfill Stóri Boli vestan Grænlands sem kemur æðandi yfir N-Ameríku, en virðist síðan ætla hverfa fljótt aftur. Það er kalt í Austur-Evrópu og stríð í Úkraínu. Einar rifjaði upp þrjá óvenjulega kalda vetur 1940-1942 sem höfðu áhrif á gang síðari heimstyrjaldarinnar og Vetrarstíðið í Finnlandi. Þessir þrír vetur voru allir sérlega mildir hér á landi.

Tónlist í þættinum:

Austurstræti / Laddi (Þórhallur Sigurðsson)

Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla Garðarsson, Sveinbjörn Egilsson og Kristján Jónsson)

Röndótta mær / Jakob Frímann Magnússon (Jakob Frímann Magnússon)

Don’t Try to Fool Me / Jóhann G. Jóhannsson (Jóhann G. Jóhannsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

20. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,