Mannlegi þátturinn

Leghálsskimanir, Reiðmaðurinn og mannlegu samskiptin

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, Ungar athafnakonur, Kraft og Lífskraft stendur fyrir nýrri vitundarvakningarherferð um leghálsskimanir undir slagorðinu „Leghálsskimanir lítið mál!“ en janúar er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður gegn leghálskrabbameini. Markmiðið með vitundarvakningunni er efla þekkingu, auka þátttöku og styrkja forvarnir gegn leghálskrabbameini á landsvísu. Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, kom í þáttinn í dag.

Við kynntum okkur svo reiðnám sem hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarin ár hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er í fjórum stigum, Reiðmaðurinn I, II, og III og svo er það keppnisnámið. Þarna er reiðfærni knapans þjálfuð alveg frá grunni upp í keppnismennsku. Birna Tryggvadóttir Thorlacius verkefnastjóri námsins kom til okkar í dag og sagði frá þessum námsbrautum og með henni kom Sigurður Ingi Bjarnason gullsmiður, en hann hefur sótt fyrstu þrjú stigin af náminu og er í því fjórða, keppnisnáminu.

Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni. Hann tók upp þráðinn frá síðasta fimmtudegi og hélt áfram tala um það leyfa sér upplifa gleði, sem var eitt af því sem fólk mest eftir í lok ævinnar, þ.e. hafa ekki leyft sér nógu mikið upplifa gleði.

Tónlist í þættinum:

Janúar / Karl Olgeirsson (Karl Olgeirsson) -

Close to you / Carpenters (Burt Bacharach & Hald David)

Ég skal bíða þín / Reiðmenn vindanna (Michel Legrand, texti Hjördís Morthens)

Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

15. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,