Mannlegi þátturinn

Leikstjórar Skaupsins, Anna Sigga og Soffía og enn um mörk og markaleysi

Tíminn flýgur, jólin nálgast óðfluga og eftir þau eru áramótin handan hornsins. Upptökur á Skaupinu hafa staðið yfir og klárast fljótlega og við ákváðum taka aðeins púlsinn á því hvernig gengur. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason eru leikstjórar Skaupsins í ár. Þeir hafa báðir talsverða reynslu úr leikstjórn og framleiðslu grínefnis fyrir sjónvarp. Við kynntumst þeim aðeins betur í dag og heyrðum hvernig gengur með Skaupið í ár.

Tvíeykið Soffía og Anna Sigga voru víðfrægar í kringum 1960 og skipuðu sér þá í hóp skemmtikrafta dúetta eins og Baldur og Konni ofl. Þær voru jafnframt meðal allra fyrstu barnastjarna Íslandssögunnar. Þær Soffía Árnadóttir og Sigríður Anna Þorgrímsdóttir voru ungar árum þegar þær urðu stjörnur í íslenskri dægurlagamenningu. Við fundum viðtal við þær stöllur frá áttunda áratuginum og þá vorru þær orðnar ungar mæður og voru þarna hittast í fyrsta skipti í 15 ár þar sem þær minntust þessara tíma.

Valdimar Þór Svavarsson var svo hjá okkur eins og undanfarna fimmtudaga og við héldum áfram ræða margbreytileika mannlegra samskipta með honum. Við tókum upp þráðinn frá því í síðustu viku þar sem Valdimar fór yfir mörk og markaleysi og það setja mörk. Það er um nóg ræða þegar kemur því og mannlegum samskiptum.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég hlakka svo til / Lón (Gianni Bella, texti Jónas Friðrik Guðnason)

Rudolph the Red-nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks)

Órabelgur / Soffía og Anna Sigga (Árni Ísleifsson, texti Númi Þorbergsson)

Komdu niður / Soffía og Anna Sigga (Jón Sigurðsson)

Santa Claus is Coming to Town / Dolly Parton (Fred J. Coots & Haven Gillespie)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

4. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,