• 00:09:11Guðrún Högnad. - Ómeðvituð hlutdrægni
  • 00:23:32Ívar A. Radmanesh - Reiðistjórnun
  • 00:39:11Ólafur Teitur - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Ómeðvituð hlutdrægni, reiðistjórnun og Ólafur lesandi vikunnar

Við fæðumst við mismunandi aðstæður, inn í mismunandi fjölskyldumunstur, ölumst upp við mismunandi efni og aðstæður og svo framvegis. Og allt hefur þetta áhrif á viðhorf okkar til lífsins, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki. Fæst lítum við á okkur sem fordómafullar manneskjur, en öllum líkindum höfum við öll innbyggða ómeðvitaða hlutdrægni vegna til dæmis bakgrunns okkar. Guðrún Högnadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um ómeðvitaða hlutdrægni og hvernig hún hjálpar fyrirtækjum og einstaklingum verða meðvituð um eigin hlutdrægni.

Reiði er fullkomlega eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir og eðlilegt viðbragð þegar okkur finnst okkur vera ógnað. Reiði er gjarnan afleiðing af einhverju sem veldur okkur sársauka, ótta eða gremju. En reiði getur haft í för með sér óæskilegar aukaverkanir og neikvæðar afleiðingar. Reiði getur meðal annars leitt af sér sambands- og samstarfs erfiðleika, heilsufarsvanda, verri frammistöðu í vinnu og við getum rekið okkur á erfiðleika með yfirvald. En það er hægt sækja námskeið til hjálp. Ívar Arash Radmanesh, sem er með Msc í klínískri sálfræði, kom í þáttinn og sagði okkur frá reiðistjórnunarnámskeiði á vegum sálfræðinga hjá Heilsuvernd.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðamaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Við fengum vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

24. ágúst 2020

Aðgengilegt til

24. ágúst 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.