• 00:06:12Gestur Einar Jónasson - föstudagsgestur
  • 00:23:25Gestur Einar - seinni hluti
  • 00:41:19Matarspjallið að norðan

Mannlegi þátturinn

Gestur Einar föstudagsgestur og matarspjall að norðan

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag heitir einmitt Gestur, Gestur Einar Jónasson, útvarpsmaður og leikari. Hann vann í um tuttugu ár hjá RÚVAK á Akureyri, stjórnaði nokkrum af vinsælustu útvarpsþáttum Rásar 2 og var í fréttum og íþróttafréttum. Hann er einnig leikari, stóð á sviðinu hjá Leikfélagi Akureyrar í um tvo áratugi og lék í kvikmyndum, flestir muna eftir honum í hlutverki Georgs í Stellu í orlofi. Gestur Einar lærði líka fljúga og var safnstjóri á Flugsafninu á Akureyri en er hann fluttur suður. Við fórum með honum aftur í tímanna, æskuárin á Akureyri, áhættuatriði í kvikmyndum sem enduðu misvel og margt fleira.

Svo var það matarpsjallið með Sigurlaugu Margréti. Guðrún og Sigurlaug voru báðar fyrir norðan og það hafði talsverð áhrif á matarspjall dagsins. Laufabrauð með kúmeni, gelgjufæði, Akureyringur, kók í bauk og fyrsti í aðventu komu við sögu.

Tónlist í þættinum í dag:

Stella í orlofi / Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Valgeir Guðjónsson)

Án þín / Trúbrot (Holland, Holland & Dozier, texti Þorsteinn Eggertsson)

Tiny Dancer / Elton John (Elton John, texti Bernie Taupin)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,