Mannlegi þátturinn

Tolli og Batahús, barnabók um alzheimer og gamansýningin Lífið í Japan

Við kynntum okkur starfsemi Batahúss í þættinum í dag. Batahús var stofnað árið 2021 og veitir húsnæði, jafningjastuðning og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir fólk sem hefur lokið fangelsisvist og er stíga fyrstu skrefin til baka í samfélagið. Tolli Morthens, formaður stjórnar Bata, kom í viðtal og sagði okkur betur frá tilurð Batahúss, starfseminni og hugmyndafræðinni.

Svo fræddumst við um bókina Amma nammigrís, en í henni eru skemmtilegar og fyndnar sögur af ömmu, byggðar á sönnum atburðum, sagðar frá sjónarhorni barnabarns. Auk þess útskýrir bókin alzheimer sjúkdóminn á einfaldan hátt og hjálpar börnum skilja hvað það þýðir þegar ástvinur byrjar gleyma. Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir fjölskyldufræðingur er höfundur bókarinnar og hún sagði okkur betur frá henni í dag.

Svo var það gamansýningin Lífið í Japan, sem frumsýnd verður í Hannesarholti í næstu viku. Þar fer Stefán Þór Þorgeirsson yfir sína reynslu af því búa í Japan, en sagan byggir á raunverulegri reynslu Stefáns frá dvöl hans í Japan, í gegnum grín, tónlist og dans. Stefán Þór sagði okkur betur frá sinni reynslu og Japan hér í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Inn um gluggann / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague)

Þú átt mig ein / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Sukiyaki (Ue o muite aruko) / Kyu Sakamoto (Nakamura Hachidai & Rokusuke Ei)

Kæra sána / Faðir Stefán (Stefán Þór Þorgeirsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,