Mannlegi þátturinn

Sigurður Sigurjónsson föstudagsgestur og herragarðsmatarboð

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigurður Sigurjónsson leikari og leikstjóri. Hann fór mjög ungur í leiklistarskólann og vakti fljótt athygli eftir útskrift. Auðvitað hefur grínið, Spaugstofan, Skaupin og margt fleira, verið fyrirferðamikið í hans ferli, en hann er einnig frábær í alvarlegri hlutverkum og í seinni tíð hefur hann einnig verið fantagóður í hlutverki skúrka. Það var virkilega gaman spjalla við Sigurð, einn ástsælasta leikara þjóðarinnar, fara með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í Hafnarfirðinum og svo fengum vita hvað hann er bardúsa þessa dagana.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti sem var auðvitað á sínum stað. Veðurspáin var ekki góð því var um gera hafa það huggulegt og búa til góðan mat og Sigurlaug var á herragarðsslóðum í matarboðshugleiðingum.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég lifi í draumi / Björgvin Halldórsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Teach Your Children / Crosby, Stills, Nash & Young (Graham Nash)

Father and son / Cat Stevens (Cat Stevens)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

26. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,