• 00:05:32Menntunarsjóður mæðrastyrksnefndar
  • 00:19:11Jónatan Garðarsson um Alfreð Clausen
  • 00:38:19Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Menntunarsjóður mæðrastyrksnefndar, Alfreð Clausen og póstkort

Mæðradagurinn er á sunnudaginn og í gær var hleypt af stokkunum söfnunarátaki Menntunarsjóðs mæðrastyrksnefndar, þar sem tilgangurinn er styrkja efnalitlar konur til náms og þannig veita þeim tækifæri til bæta lífskjör sín og sinna. Sjóðurinn hefur undanfarin ár styrkt um 500 konur til náms og Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikari og leikstjóri kom í þáttinn í dag, en það var tilkynnt í gær hún, ásamt Elísabetu Jökulsdóttur, eru verndarar menntunarsjóðsins. Með Unni kom Lilja Kristjánsdóttir, sem hefur þegið styrk til náms úr sjóðnum. Þær sögðu okkur frá menntsjóðinum og Lilja sagði okkur sína sögu.

Jónatan Garðarsson kom svo aftur í þáttinn í dag og hélt áfram fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Í síðustu viku sagði Jónatan okkur frá Soffíu Karlsdóttur söng- og leikkonu og í dag fræddi Jónatan okkur um Alfreð Clausen, einn af frumkvöðlum í íslenskum dægurlagasöngi.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir frá víðavangshlaupinu Puffin Run sem fram fór um liðna helgi á Heimaey. Þar hlupu næstum ellefu hundruð manns í blíðskaparveðri. Magnús veltir fyrir sér af hverju hlaupið er kallað Puffin Run en ekki „bieg maskonurów“ uppá pólsku því töluvert fleiri pólverjar en bandaríkjamenn tóku þátt í hlaupinu. Hann segir líka frá heimsókn sinni til Víkur í Mýrdal þar sem fleiri tala ensku en íslensku, en hann endar á Ítalíu þar sem bæir og borgir eru taka til á heiðursborgaralistum sínum.

Tónlist í þættinum í dag:

Þú og ég / Hljómar (Gunnar Þórðarson og Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Æskuminning / Alfreð Clausen (Ágúst Pétursson og Jenni Jóns)

I Can’t Give You Anything But Love / Alfreð Clausen (Dorothy Fields og Jimmy McHugh)

On the Road Again / Canned Heat (Alan Wilson & Floyd Jones)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

8. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,