Mannlegi þátturinn

Stafræn heilbrigðistækni, fuglaganga og Jónatan um Soffíu Karlsdóttur

Henný Björk Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur kom til okkar í dag og fræddi okkur um stafræna heilbrigðistækni en hún hefur nýtt sinn hjúkrunarfræðigrunn og er vinna með fyrirtækinu Helix með stafræna lausn í smáforritinu Iðunni sem Helix er þróa og getur sparað hjúkrunarfræðingum töluverðan tíma svo þeir hafi meiri tíma til sinna sjúklingum. Semsagt vísir ákveðinni byltingu í störfum hjúkrunarfræðinga sem í dag eyða stórum hluta vinnunnar í tímafreka skriffinnsku. Henný Björk sagði okkur meira frá þessu í dag.

Alla miðvikudaga í maí verður boðið upp á menningar- og fræðslugöngur í Skálholti. Um er ræða fræðsluerindi og göngur sem tengjast Skálholti á einhvern hátt. Á á laugardaginn mun Tómas Grétar Gunnarsson, fuglafræðingur á Laugarvatni og forstöðumaður rannsóknaseturs á Suðurlandi, leiða gesti um Skálholtslandið og fræða þá um þá fugla sem þar finnast. Tómas sagði okkur frá fuglum á þessu svæði og göngunni í dag.

Jónatan Garðarsson kom aftur til okkar í dag og hélt áfram fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Í dag sagði hann okkur frá leik- og söngkonunni Soffíu Karlsdóttur. Hún varð þekkt í tengslum við revíu- og kabarettsýningar, svo ekki minnst á nokkur lög sem urðu gríðarlega vinsæl um miðja síðustu öld, til dæmis Bílavísur og Það er draumur vera með dáta. Soffía leit sjálf ekki á sig sem söngkonu, en eins og Jónatan sagði okkur frá í dag þá eru hún engu síður meðal allra fyrstu dægurlagasöngkvenna Íslands.

Tónlist í þættinum í dag:

Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg)

Segðu mér satt / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson)

Það er draumur vera með dáta / Soffía Karlsdóttir (Edward Brink, texti Bjarni Guðmundsson)

Bílavísur / Soffía Karlsdóttir (Holmes, texti Jón Sigurðsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,