• 00:05:17Ellen Calmon - staða húsnæðismála Grindvíkinga
  • 00:21:18Vinkill - Guðjón Helgi Ólafsson
  • 00:34:45Sunna Kristín - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Húsnæðismál Grindvíkinga, vinkill og Sunna Kristín lesandinn

Ellen Calmon var ráðin verkefnisstýra Húsnæðisteymis Grindavíkurbæjar sl.desember en verkefnið var áætlað í 6 mánuði. Í upphafi snerist vinnan um koma fólki í bráðabirgðarskjól en er verið vinna varanlegri lausnum í húsnæðismálunum. Ellen og hennar teymi hefur það verk með höndum halda utan um og aðstoða það fólk sem er húsnæðislaust. Ellen kom til okkar í dag og fór með okkur yfir stöðuna.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, í þetta sinn fjallaði vinkillinn um ótímabæra framkvæmdagleði á svikavori, en líka um ábrysti og hvernig þeir eru hanteraðir. Þá er fjallað um óhefðbundnar aðferðir við vinna ýmis verk og hvernig sumar þeirra eiga uppruna sinn á einum stað og einni stundu auk þess sem nefnd eru ýmis dæmi um slíkt; en sum hver lýsa rósrauðum bjarma fortíðar og eru ekki til eftirbreytni í nútímanum.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sunna Kristín Hilmarsdóttir verkefnastjóri hjá samskiptasviði Háskólans í Reykjavík. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sunna talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

I am Glad My Mom Died e. Jennette McCurdy

Tól e. Kristínu Eiríksdóttur

Þagnarbindindi e. Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur

Kláði e. Fríðu Ísberg

svo talaði hún um Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Tónlist í þættinum:

Daydream / Doris Day (John Sebastian)

Answer me, my love / Silva Þórðardóttir og Steingrímur Karl Teague (Gerhard Winkler, Fred Rauch og Carl Sigman)

Lazy Sunday / Small Faces (Lane & Marriot)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,