Mannlegi þátturinn

Fiskiroð og söðlasmíði, Berti Möller og hundavinir

Arndís Jóhannsdóttir lærði söðlasmíði í London og vann við söðlasmíði og í dag hefur hún unnið margs konar vörur, veski, töskur og fleira úr flestum tegundum fiskroðs sem hún hefur sýnt á hátíðum og sýningum víða í Evrópu. Við fræddumst um roð og söðla með Arndísi í dag en hún heldur erindi í kvöld ásamt Katrínu Þorvaldsdóttur, sem hefur unnið lengi með þang og þara, í Sjóminjasafninu í Grandagarði.

Af og til kemur Jónatan Garðarsson í heimsókn til okkar og segir okkur frá gömlum dægurlagaperlum eða flytjendum. Jónatan er eins og uppflettirit í sögu íslenskrar dægurtónlistar og í dag fengum við hann til tala aðeins um Berta Möller. Berti Möller var einn af ástsælustu söngvurum rokkáranna á Íslandi en hann söng með fjölmörgum sveitum á ferli sínum, þekktasta var Lúdó sextett. Bertram Henry Möller, skírður Bertam Henry Mallet, fæddist 1947 í Reykjavík en þar ólst hann upp í Vesturbænum.

Vinaverkefni Rauða krossins eru félagsleg þátttökuverkefni þar sem áherslan er á sporna við félagslegri einangrun og/eða einmanaleika og eitt af þeim er sjálfboðaliðastarfið Hundavinir. Í næstu viku fer fram grunnmat fyrir hunda og nýja sjálfboðaliða í vinaverkefnið en hlutverk hundavina er því fyrst og fremst veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðinn Þórdís Björg Björgvinsdóttir kom í þáttinn í dag ásamt hundinum Nölu.

Tónlist í þættinum:

Ókeypis/ Egill Ólafsson og Finnsk-íslenska vetrarbandalagið (Egill Ólafsson og Matti Kallio)

Sólbrúnir vangar / Berti Möller (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ)

Pep / Berti Möller og Hljómsveit Svavars Gests (Oliver Guðmundsson og Skapti Sigþórsson)

The Doggie in the window / Patti Page (Bob Merrill)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,