• 00:04:35Jasmina Vajzovic - Innflytjendur og flóttafólk
  • 00:35:32Magnús R. Einarsson Póstkort

Mannlegi þátturinn

Innflytjendaumræða með Jasminu Vajzovic og póstkort

Jasmina Vajzovic vakti mikla athygli í umræðuþættinum Torgið sem var í beinni útsendingu fyrir rúmri viku hér í Sjónvarpinu. Þar var rætt um hvernig okkur hefur gengið í inngildingu þegar kemur innflytjendum, auk þess sem rædd voru málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks. Jasmina er stjórnmálafræðingur og hefur áralanga reynslu af því vinna í þessum málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks, bæði hjá Reykjavíkurborg og svo rekur hún eigið ráðgjafafyrirtæki. Hún var alin upp í gríðarlega fjölbreyttu fjölmenningarsamfélagi í Bosníu og þegar hún var táningur þurfti fjölskylda hennar flýja heimkynni sín undan stríðsátökum og eftir erfitt ferðalag voru þau stöðvuð á landamærum, þegar þau héldu þau væru komin í örugga höfn en voru send aftur til baka á stríðsátakasvæði, áður en þau á endanum komust til Íslands. Jasmina sagði okkur sína sögu og ræddi við okkur um stöðuna í þessum málefnum af innsýn og reynslu sem fáir hafa.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og það barst frá Vestmannaeyjum þessu sinni. Magnús er kominn heim frá Grænhöfðaeyjum en hugurinn er ennþá þar. Hann segir frá hinni miklu uppbyggingu sem á sér stað á eyjunum, ekki bara vegna vaxtar í ferðaþjónustunni, ekki síður vegna fjárausturs stórveldanna Kína, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sem öll seilast eftir áhrifum á Grænhöfðaeyjum vegna legu eyjanna sem þykir hernaðarlega mikilvæg. Hann segir í lokin frá ungri söngkonu sem varð velja á milli fastrar vinnu eða hugsanlegs frama í tónlistinni.

Tónlist í þættinum í dag:

Í draumum og söng / Ellý Vilhjálms og Raggi Bjarna (Ásta Sveinsdóttir og Magnús Pétursson)

White rabbit / Jefferson Airplane

Við Mánagötu í mýrinni / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

14. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,