• 00:04:41Helga Braga Jónsdóttir - föstudagsgestur
  • 00:21:03Helga Braga - seinni hluti
  • 00:38:34Matarspjallið - bolllu- og sprengidagur

Mannlegi þátturinn

Helga Braga föstudagsgestur og bolludags matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Helga Braga Jónsdóttir. Hana þarf auðvitað varla kynna, hún hefur glatt fólkið í landinu með húmor sínum og gamanleik, bæði á sviði, í sjónvarpi og á kvikmyndatjaldinu, í Fóstbræðrum og fjölda Áramótaskaupa svo fátt eitt nefnt, auk þess vera auðvitað líka frábær dramatísk leikkona. Við fórum með henni aftur í tíma, á æskuslóðirnar á Akranesi þar sem hún rifjaði upp fyrstu skrefin á leiksviðinu þar sem hún lék titilhlutverkið í Línu langsokki. Svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu í leiklistarskólanu, París og svo leikhúsunum. Svo ræddum við lokum við Helgu um hennar nýjasta hlutverk í gamanmyndinni Fullt hús, sem var frumsýnd var fyrir skemmstu.

Svo var auðvitaða matarspjallið á sínum stað. Eftir helgi eru bolludagurinn og sprengidagurinn, það var því ekki úr vegi ræða þessa daga undir styrkri stjórn Sigurlaugar Margrétar í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)

Kaupakonan hans Gísla í Gröf / Haukur Morthens (erlent lag, texti e. Loftur Guðmundsson)

Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (erlent lag, texti e. Jón Sigurðsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,