• 00:07:12Kolbeinn Tumi - föstudagsgestur
  • 00:22:15Kolbeinn Tumi - seinni hluti
  • 00:40:01Matarspjallið - þakkargjörðin og kalkúnninn

Mannlegi þátturinn

Kolbeinn Tumi föstudagsgestur og kalkúnaspjall

Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hann var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag. Kolbeinn Tumi lærði byggingaverkfræði í Seattle í Washingtonríki og er auki með meistarapróf í blaðamennsku frá Háskóla Íslands. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar í vesturbæ Reykjavíkur og hann sagði okkur frá tíðum ferðum fjölskyldunnar til Skotlands, en faðir hans er skoskur og föðurfjölskylda hans býr í nágrenni Edinborgar. Við kynntumst Kolbeini Tuma betur í þættinum.

Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag töluðum við aðeins um Þakkargjörðardaginn og þá er ekki hægt annað en tala um kalkún, en Þakkargjörðardagurinn var einmitt í gær. Þetta hefur ekki íslensk hefð en hvað vitum við, kannski verður þakkagjörðin orðin hefð hér innan skamms eins og Valentínusardagurinn og Hrekkjarvökudagurinn og ýmislegt fleira.

Tónlist í þættinum í dag:

Rocket Man / Elton John (Elton John & Bernie Taupin)

Life on Mars / David Bowie (David Bowie)

Mr. Brightside / Killers (Brandon Flowers & Dave Keuning)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

24. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,