Mannlegi þátturinn

Hugleiðsla, rafmagnsvinkill og Jónína lesandinn

Kulnun á vinnustöðum er ein stærsta áskorun atvinnulífsins í dag. Rannsóknir Prósent sýna 10% starfsfólks upplifir mikla tilfinningalega örmögnun. Stress, álag og kvíði er í sífellt meira mæli keyra fólk í þrot. Hofið er jafnvægissetur sem hjálpar vinnustöðum bæta geðheilbrigði starfsfólks og standa til dæmis hugleiðslu í streymi fyrir vinnustaði. Agnes Andrésdóttir, eigandi Hofsins, og Guðmundur Arnar frá Akademias, komu í þáttinn í dag.

Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og aðra mánudaga. Í dag lagði hann vinkilinn við rafmagnið, sem við tökum flest sem sjálfsögðum hlut og leiðum ekki hugann að, nema þegar það er ekki til staðar.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Jónína Leósdóttir, en hún á 35 ára rithöfundarafmæli þessa dagana og er gefa út nýja bók, Þvingun. Við fáum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Jónína talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Sumarblóm og heimsins grjót e. Sigríði Ölbu Sigurðardóttir

Mömmuskipti! E. Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur

Strange Sally Diamond e. Liz Nugent

The Madness og Grief e. Richard Coles

Enyd Blyton, Ernest Hemingway, John Steinbeck og Guðberg Bergsson

Tónlist í þættinum í dag:

Vietäviä / Värtinää (M. Kaasinen & M. Kallio)

Starting over / Chris Stapelton (Chris Stapelton & Mike Henderson)

Útþrá / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir-Elísabet Geirmundsdóttir)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,