• 00:07:54Ragnheiður Gunnarsdóttir hjúkrunarfr- aldraðir
  • 00:28:08Sigurður Jón Ólafsson lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Ráðgjafafyrirtækið Efri ár og Sigurður lesandi vikunnar

Við hófum þáttinn á að senda út upphaf upplýsingafundar Almannavarna, þátturinn var því styttri sem því nemur.

Ragnheiður Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur á Landakotsspítala með fjölbreytta reynslu af að vinna að málefnum aldraðra og eldri borgara. Samhliða starfinu á Landakoti rekur hún ráðgjafarfyrirtæki sem heitir Efri ár. Þar vinnur hún með aðstandendum sem eru oft svo ráðalausir þegar kemur að þjónustu og stuðningi við aldraða foreldra og skyldfólk. Við ræddum við Ragnheiði í þættinum í dag.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sigurður Jón Ólafsson, bókasafnsfræðingur. Hann starfaði hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur í rúm 30 ár. Sigurður hefur verið virkur hjá Stómsamtökum Íslands í hátt í 30 ár og var ritstjóri og ábyrgðarmaður 40 ára afmælisrits Stómasamtakanna, sem kom út á afmælisdeginum í október í fyrra. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?

Birt

11. jan. 2021

Aðgengilegt til

11. jan. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir