Þátturinn í dag var í styttra lagi því við sendum út af upplýsingafundi Almannavarna í upphafi í rúmar 10 mínútur. En það er fimmtudagur og við fengum sérfræðing í þáttinn í dag til þess að svara spurningum hlustenda. Í þetta sinn var það Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og skólastjóri streituskólans. Við höfum fengið sendar spurningar og svo ræddum við við hann um aðstæðurnar sem við erum öll að ganga í gegnum núna, vegna COVID-19. Þegar nýjar reglur eru settar með stuttum fyrirvara, eftir að hafa komist í gegnum fyrstu bylgjuna og sá góði árangur sem náðist í vor, þá rennum við nánast aftur í sama farið. Margir hafa áhyggjur af afkomu sinni og auðvitað af heilsunni. Það var um nóg að tala við Ólaf Þór geðlækni í dag.